Börn
Smiðja | Snjókorn falla, á allt og alla!
Sunnudagur 27. nóvember 2022
Staðsetning: Torgið, 1. hæð
Langar þig að gera jólin hvít? Lærum að klippa út einstök og falleg snjókorn með listakonunni Kristínu Arngrímsdóttur sem koma okkur í hátíðarskap. Snjókornin eru tilvalið skraut í glugga, á veggi, pakka, sem borðskraut eða hvað sem okkur dettur í hug.
Öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 -6145