
Um þennan viðburð
Smiðja | Risa-Sápukúlugerð
Langar þig að læra að gera risastórar sápukúlur?
Komdu og lærðu allt sem þú þarft að vita til að „sápukúla“ og slá í gegn í næsta fjölskylduboði, bekkjarskemmtun eða bara á göngugötunum í sumar.
Farið verður yfir hvaða sápuformúlur virka best í íslenskri veðráttu, við gerum kúlumót úr endurunnu efni og þekjum svo himininn yfir Úlfarsárdalnum með glitrandi sápukúlum í öllum regnbogans litum.
Við munum hafa nóg efni fyrir tíu þátttakendur til að blanda í einu, svo það er betra að skrá sig snemma! Skráning fer fram hér fyrir neðan.
Fjölskyldum og vinum þeirra sem skráð eru er velkomið að fylgjast með og taka þátt í sápukúlugerðinni á eftir.
Ef veður leyfir ekki sápukúlugerð styttum við smiðjuna og förum yfir grunnatriðin svo þið getið búið til formúluna heima við betri aðstæður.
Boðið er upp á opna aðstoðartíma í Borgarbókasafninu Úlfarsárdal, 1. fimmtudag hvers mánaðar milli kl. 15:00-17:00.
Nánari upplýsingar: