
Um þennan viðburð
Smiðja | LEGO og arkitektúr
Í þessari smiðju leiðir Alma Sigurðardóttir, sérfræðingur í varðveislu bygginga og rithöfundurinn, krakka í gegnum skemmtilegan heim arkitektúrs með hinum sívinsælu LEGOkubbum.
Að kubba með LEGO er frábær leið til að hjálpa börnum að skilja vísindatengd hugtök eins og uppbyggingu, hönnun og hugmyndaprófun. Hver kubbar eftir sinni getu en smiðjan er tilvalið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.
Nýútkomin bók Ölmu, Byggingarnar okkar, er frábær upplýsingabrunnur um húsbyggingar á Íslandi frá landnámi til dagsins í dag. Myndhöfundurinn Rakel Tómasdóttir tilnefnd til barnabókaverðlaunanna Sögur 2025 fyrir myndlýsingar í bókinni.
Sjáið nánar um bókina hér.
Skráning hér fyrir neðan, hlökkum til að sjá ykkur í LEGO-fjöri!
Sjá nánar á Facebook
Nánari upplýsingar veitir:
Brynhildur Lea Ragnarsdóttir, barnabókavörður
brynhildur.lea.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6200