Silly Suzy og Momo

Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 15:45
Verð
Frítt
Staður
Fyrir framan gróðurhúsið á Lækjartorgi
Hópur
Börn
Börn

Silly Suzy og Momo troða upp á Lækjartorgi

Laugardagur 8. maí 2021

Silly Suzy og Momo eru bestu trúðavinkonur í heimi. Þær koma frá ólíkum stöðum og eiga því stundum í vandræðum með að skilja hvor aðra en finnst þó ótrúlega gaman að vera saman.

Komið og leikið við Silly Suzy og Momo! Lærið um ólík tungumál og takið þátt í trúðalátum með þessum frábæru vinkonum.

Borgarbókasafnið starfrækir útibú í gróðurhúsinu á Lækjartorgi 3. – 15. maí 2021. 
Öllum er boðið að koma og hitta okkur og kynnast því fjölbreytta starfi sem fer fram á bókasafninu um alla borg, alla daga. En líka að gleðjast og fagna sumrinu með okkur. Því bókasafnið snýst um svo miklu meira en bara bækur.

Nánari upplýsingar veitir:

Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri
unnar.geir.unnarsson@reykjavik.is | 411 6100