Dragonabbit
Dragonabbit

Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 15:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
10-12 ára
Tungumál
Enska
Börn

Myndlistarsmiðja | Bestiary

Laugardagur 12. október 2024

Hönnuðurinn og myndlistarkonan Otilia Martin leiðir smiðju fyrir ungt listafólk í smiðju sinni, Bestiary. Smiðjan snýr að sköpun furðuvera þar sem Otilia leiðir þátttakendur í leitun að sínum innri furðudýragarði. Furðudýragarðurinn sækir innblástur sinn þvert á miðla, í kortlagningafræði og nútímamenningu, og mun hver og einn þátttakandi ráða tilfinningu og formi síns dýragarðs og alls sem í honum býr, bæði myndrænt sem og tilfinninga- og upplifunarlega. Tilgangur smiðjunnar er að gefa ungum listamönnum færi á að þróa með sér skilning á sjónrænum hugrenningartengslum milli hugmynda og ritaðs máls og auka með því sköpunargleði, ásamt því að gera ímyndunaraflinu frjálsan tauminn.

Otilia Martin Gonzalez er spænsk listakona og hönnuður, fædd í Þýskalandi en búsett í Reykjavík. Með menntun í sjónrænni miðlun og áhuga á list hóf hún listaferilinn ásamt því að stunda nám í auglýsingafræði í Háskólanum í Seville á Spáni. Í list sinni vinnur Otilia með ólík listform; stafræna miðla, texta, teikningar og innsetningar og eru undirmeðvitundin, draumar og tákn gegnumgangandi þema í listinni. Verk Otiliu hafa verið til sýnis víða, til dæmis á Spáni, Japan, Íslandi, Rúmeníu, Bretlandi, Finnlandi og Ítalíu. Þá vann hún til Vazquez Diaz verðlaunanna á Spáni.

Otilia er meðlimur í SÍM (Samband íslenskra myndlistarmanna).

Smiðjan fer fram á ensku.

Þátttaka er ókeypis en skráning er nauðsynleg og hefst 1. október hér að neðan.

Allt efni er á staðnum.

Viðburðurinn á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Rut Ragnarsdóttir, deildarstjóri
rut.ragnarsdottir@reykjavik.is s: 411-6210

 

Merki