Dagskrá Borgarbókasafnsins á Menningarnótt 2023

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 22:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Börn
Föndur
Skapandi tækni

Menningarnótt | Komdu í partý!

Laugardagur 19. ágúst 2023

Hjartanlega velkomin á skemmtilega dagskrá í miðbæjarsafninu okkar á Menningarnótt 2023.  Í boði er fjölbreytt dagskrá og við notum að sjálfsögðu tækifærið til að halda á lofti 100 ára afmæli Borgarbókasafnsins í ár. 

 

DAGSKRÁ

 

Föndur og fjör 

Kl. 13:00 - 20:00 | 2. hæð 

Ungum listamönnum gefst færi á að gefa sköpunarkraftinum lausan tauminn í notalegri föndurstund. Einungis þarf að mæta með hugmyndaflugið, pappír, litir og helstu áhöld verða á staðnum. 

 

Sjálfu-stöð 

Kl. 13:00 - 20:00 | 1. hæð (safnstöð) 

Brostu þínu breiðasta og smelltu mynd af þér í sjálfu-stöðinni. Búningar og fylgihlutir á staðnum til að gera góða mynd enn skemmtilegri!  

 

Borgarbókasafnið í 100 ár -  Saga safnsins 

Kl. 13:00 - 20:00 | 1. hæð (Torgið) 

Áttu skemmtilegar minningar af bókasafninu frá seinustu öld? Heimildarmynd, sem gerð var í tilefni 100 ára afmælis Borgarbókasafnsins, verður sýnd á Torginu 4x á klukkustund. Einnig verður hægt að skoða ljósmyndir og nokkra muni frá liðnum tíma.  

 

Jóga fyrir leikglaða krakka 

Kl. 13:30 - 14:00 | 2. hæð 

Gleði, leikur og slökun verða í fyrirrúmi í jóga ætlað allri fjölskyldunni.  María Ásmundsdóttir Shanko  jógakennari tekur vel á móti börnum og aðstandendum þeirra sem vilja eiga saman góða stund í notalegu umhverfi.   

 

Blaðrarinn  

Kl. 14:00 - 15:00 | 1. hæð (Bókatorgið) 

Langar þig að eignast hund, mörgæs eða frosk? Blaðrarinn sýnir listir sínar og útbýr uppáhalds blöðrudýrið þitt og önnur skemmtileg listaverk úr blöðrum.  

 

Manga teikninámskeið fyrir byrjendur á öllum aldri  

Kl. 15:00 - 16:00 | 5. hæð 

Á þessu stutta námskeiði mun Momiji Sensei kenna grundvallartækni og meginreglur mangateikningar, teiknimynda ættuðum frá Japan. Hún mun leiða þig í gegnum ferlið með ítarlegum leiðbeiningum og kenna þér hvernig á að teikna svipmiklar persónur.  
Engin þörf á reynslu í teikningu! 

Hvað á að taka með: blýanta, penna, strokleður og skissubók/glósubók.Skipuleggjendur munu einnig útvega penna og pappír en í takmörkuðu magni. 
Ókeypis aðgangur, en vegna takmarkaðs sætafjölda er skráning nauðsynleg.
Smelltu hér til að skrá þig.  
 

Jóga fyrir leikglaða krakka   

Kl. 15:15 - 15:45 | 2. hæð 

Gleði, leikur og slökun verða í fyrirrúmi í jóga ætlað allri fjölskyldunni.  María Ásmundsdóttir Shanko  jógakennari tekur vel á móti börnum og aðstandendum þeirra sem vilja eiga saman góða stund í notalegu umhverfi.   

 

AfmælisTeiti með Teiti

Kl. 15:00 - 16:00 | 1. hæð (Bókatorg) 

Það verður mikið stuð þegar tónlistarmaðurinn geðþekki, Teitur Magnússon, mætir og þeytir skífum.  Farið verður í klassíska krakkaleiki fyrir alla aldurshópa, stoppdans, stólaleik og fleira skemmtilegt.  

 

Pöbb kviss með Andra og Andra

  Kl. 16:30 - 17:30 | 1. hæð (Torgið) 

Félagarnir frábæru, Andri Freyr Hilmarsson og Andri Freyr Viðarsson, verða með pöbb kviss spurningakeppni og lofa mikilli skemmtun. Þemað er Reykjavík sem fagnar 237 ára afmæli sínu 18. ágúst, daginn fyrir Menningarnótt. Vinningsliðið hlýtur vegleg verðlaun! 

 

Manga teikninámskeið fyrir byrjendur  

Kl. 17:00 - 18:00 | 5. hæð 

Á þessu námskeiði verður farið yfir grundvallartækni og meginreglur mangateikningar. Reyndur leiðbeinandi okkar, Momiji Sensei, mun leiða þig í gegnum ferlið með ítarlegum leiðbeiningum og kenna þér hvernig á að búa til svipmiklar persónur. Engin þörf á reynslu í teikningu! 

Hvað á að taka með? Blýanta, penna, strokleður og skissubók.  
Skipuleggjendur munu einnig útvega penna og pappír en í takmörkuðu magni. 
Ókeypis aðgangur, en vegna takmarkaðs sætafjölda er forskráning nauðsynleg.
Smelltu hér til að skrá þig.
 

„Algóreif“

Kl. 18:30 - 19:30 | 1. hæð (Bókatorgið) 

Þau Celeste og Lil Data kynna fyrir gestum hvernig hægt er að knýja fram tónlist og myndir með kóðun í beinni (e. Live coding). Taktu sporið í „algóritmísku reifi“ á bókasafninu! 

 

Hljóðlátt diskó 

Kl. 20:00 - 22:00 | 1. hæð (Bókatorgið) 

Það verður líf og fjör í þögninni á bókasafninu þegar boðið verður upp á hljóðlátt diskó, nýstárlega og skemmtilega leið til að upplifa tónlist saman. Partýgestir fá þráðlaus heyrnartól og geta flakkað á milli rása og valið tónlist að sínu skapi. 

 

Viðburðurinn á Facebook
 

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6100