Leikfangaskiptimarkaður
Eru börnin orðin leið á einhverjum leikföngum og vilja skipta þeim út fyrir annað skemmtilegt leikfang?
Komið með leikföng sem ekki er leikið með lengur á ykkar heimili og gefið þeim tækifæri á nýju lífi á öðru heimili. Síðan er hægt að taka eitthvað annað spennandi leikfang í staðinn sem fær nýtt hlutverk ykkar heimili. Við tökum á móti allskonar leikföngum, innidóti og útidóti, mjúkum og hörðum, stórum (ekki of stórum) og smáum.
Leikfangaskiptimarkaðurinn er hluti af markaðsröð í Borgarbókasafninu Sólheimum en safnið fagnar tvöföldu afmæli í ár. Annars vegar er útibú III, forveri Sólheimasafns 75 ára, og hins vegar er Sólheimasafn sjálft 60 ára, en það opnaði í núverandi húsnæði 4. janúar 1963. Nýtni og græn gildi hafa ávallt einkennt starfsemi Sólheimasafns og svo verður einnig í ár. Boðið verður upp á fjölbreytta skiptimarkaði allt árið þar sem endurnýting og hringrásarhugsun verða í brennidepli.
Öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir:
Guðríður Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins Sólheimum
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is | s: 411-6201