Klippimyndasmiðja | Draumastaðurinn minn
Skemmtileg og skapandi klippimyndasmiðja fyrir alla fjölskylduna! Við skoðum hvað það er sem gerir okkur hamingjusöm, framtíðardrauma okkar og allt það sem lætur okkur fá fiðrildi í magann. Við munum klippa út myndir úr gömlum tímaritum, bókum og póstkortum og búa til okkar ímyndaða draumastað í vinalegu og fjöltyngdu umhverfi.
Við tölum íslensku, ensku, frönsku, pólsku, spænsku og dönsku en finnum leiðir til að eiga samskipti og hafa gaman á öllum tungumálum. Þátttaka er ókeypis og allt efni á staðnum.
Gestgjafinn okkar er sýningastjórinn og listakonan Emilie Dalum.
Emilie Dalum verður með okkur í þetta skiptið. Hún er sýningarstjóri og listakona af dönskum uppruna sem hefur búið á Íslandi í tíu ár. Hún blandar menningarlegum, persónulegum og ímynduðum viðfangsefnum í fjölbreyttri listsköpun sinni sem teygir sig yfir svið safnstjórnar, verkefnastjórnunar, ljósmyndunar, teikningar, ljóðlistar og innsetninga. Í verkum sínum skoðar hún tvígreiningu nútíðar og þátíðar og vinnur með skynjun, personal storytelling, sannleika, staðarsköpun og upplifun áhorfenda. Hún er stofnandi, safnvörður og verkefnastjóri sýninga „The Factory“ í Djúpuvík og „The Tub“ á Þyngeyri og er í stjórn „Sequences Real Time Art Festival. Verk hennar hafa verið sýnd á stofnunum og sýningarsölum á Íslandi.
Á Kakó Lingua viðburðum er lögð áhersla á fjölmenningarlegar samverustundir þvert á kynslóðir. Með því að nota sjónræna samsköpun og mismunandi tungumál í vinalegu og hvetjandi umhverfi, nýtum við færni hvers annars og tengjumst með því að hafa samskipti umfram tungumálið. Viðburðirnir fara fram á Borgarbókasafninu Kringlunni, þátttaka er ókeypis og allt efni á staðnum. Síðast, en ekki alls ekki síst, það er alltaf heitt kakó á boðstólnum og notaleg tónlist á fóninum.
Frekari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is