Heimsókn til Vigdísar | Sýning í Gerðubergi

Um þennan viðburð

Tími
9:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Börn
Sýningar

Heimsókn til Vigdísar | Sýning um fyrsta konuforsetann

Laugardagur 12. september 2020 - Sunnudagur 21. febrúar 2021

Vertu hjartanlega velkomin í heimsókn til Vigdísar. Veröld hennar eins og hún birtist í bók Ránar Flygenring, Vigdís – Fyrsti konuforsetinn, lifnar við í Gerðubergi og gestir munu upplifa sig líkt og inni í bókinni. Sjón er sögu ríkari!

Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti lýðveldisins Íslands árið 1980. Með kosningunni breyttum við sögunni og ungar stelpur og konur sáu að allt er hægt. 
Á sýningunni kynnumst við konunni sem gegndi forsetahlutverkinu í 16 ár og hennar gildum. Við fræðumst um jafnrétti, lýðræði, mannréttindi og mikilvægi þess „að rækta“ í sinni víðustu merkingu; rækta okkar innri mann, rækta tré og passa náttúruna, rækta tengsl við heiminn, rækta þekkingu á fólki og öðrum menningarheimum og rækta okkar eigin menningu.

Þræðir sýningarinnar fléttast inn í aðra dagskrá Borgarbókasafnsins sem birtist í viðburðadagatalinu. 
Sýningarstjórn er höndum Emblu Vigfúsdóttur og Ránar Flygenring.

Sjá opnunartíma Gerðuberg HÉR.

Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar um Rán Flygenring:
http://ranflygenring.com/

https://www.facebook.com/ranflygenringillustrator/

https://www.instagram.com/ranflygenring/

Nánari upplýsingar veitir:
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is

Merki

Bækur og annað efni