
Um þennan viðburð
FULLT | Minecraft í Úlfarsárdal
Ertu Minecraft snillingur eða ertu rétt að byrja? Sérfræðingar frá Skema í HR mæta á staðinn og kenna okkur öll bestu trixin í gerð Minecraft heima og leiða okkur inn í spennandi sköpun í tölvunni.
Boðið verður upp á tvö námskeið:
Kl. 12:00-14:00 - Hönnun & landafræði: Fyrir 6-12 ára. Lærum að skapa og hanna í Minecraft. Við lærum ýmslegt um arkitektúr og byggingarstíla. Á námskeiðinu spila allir saman á sérhönnuðum Íslands-heimi. Þátttakendur vinna verkefni markvisst en velja staðsetningu á landinu. Þau þurfa að leita að staðsetningunni á Google-maps og finna hana í Minecraft-heiminum. Á námskeiðinu er lögð mikil áhersla á samvinnu.
Kl. 14:00-16:00 – Rafrásir: Fyrir 8-14 ára. Lærum á rafrásarkerfi í Minecraft og tengjum við rafeðlisfræði raunheimsins. Við lærum ýmislegt um sjálfvirkni og búum til vélar sem auðvelda okkur að spila Minecraft-leikinn.
Námskeiðin eru fullbókuð. Vinsamlegast sendið e-mail á vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is ef þið viljið skrá á biðlista.
Skema sérhæfir sig í kennslu og rannsóknum með sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði að leiðarljósi. Skema stendur fyrir fjölbreyttum tækninámskeiðum og vinnur auk þess að því markmiði að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins. Skema notar aðferðafræði sem er studd af rannsóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði. Undirstöðuatriði aðferðafræðinnar byggja á jákvæðni, myndrænni framsetningu og notkun á þrívíðum forritunarumhverfum til að stíga fyrstu skrefin inn í heim tækninnar.
Frekari upplýsingar veitir:
Vala Björg Valsdóttir
vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is