Trúðarnir Silly Suzy og Momo með kjúklingahatta á höfðinu
Silly Suzy & Momo

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 17:45
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
4-9 ára
Börn
Tungumál

Barnamenningarhátíð | Trúðafjör með Silly Suzy og Momo

Miðvikudagur 19. apríl 2023

Trúðarnir Silly Suzy og Momo eru bestu vinir en tala hvort sitt tungumálið og eiga stundum í vandræðum með að skilja hvert annað. Komdu og fylgstu með þeim yfirstíga tungumálahindranir og læra önnur tungumál.

Sýningin stendur yfir í 30 mínútur og þar ber ýmislegt fyrir augu, meðal annars „djöggl“ með bolta, loftfimleikar, trúðalæti, kjúklingar og fleira. Frábær fjölskylduskemmtun með áherslu á börn á aldrinum 4 til 9 ára.

Eftir sýninguna verður hægt að spjalla við trúðana og taka myndir af sér með þeim.Þessi viðburður hlaut styrk úr Barnamenningarsjóði og er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Barnamenningarhátíðar.

Tilvalið að skella sér á Sundlaugadiskó í innilauginni í Dalslaug eftir trúðafjörið. Væri svo ekki gaman að enda kvöldið með því að fara í náttfötin og koma í Sögustund á náttfötunum á bókasafninu kl. 18:30?

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur | viðburðir og fræðsludagskrá
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is