Fólk
Fólk

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Börn
Sýningar

Barnamenningarhátíð | Samband manns og lífríkis

Þriðjudagur 18. apríl 2023 - Sunnudagur 23. apríl 2023

Þátttökuskólar LÁN verkefnisins sýna niðurstöður rannsókna sinna á Barnamenningarhátíð, sem stendur dagana 18.-23. apríl.

Nemendur í Háteigsskóla hafa rannsakað búskilyrði fyrri kynslóða í torfbæjum. Nemendur leikskólanna Múlaborg og Ævintýraborg hafa velt fyrir sér sambýli manna við álfa, tröll og huldufólk. Allir þátttakendur hafa með kennurum sínum velt fyrir sér hvernig hægt sé að styrkja samband mannanna við annað lífríki jarðarinnar sem stuðlar að innri frið.  
Sýningin er liður í Barnamenningarhátíð í Reykjavík og er afrakstur samvinnu grunnskólanemenda, kennara og listafólks, sem tengja saman listir og náttúruvísindi, undir formerkjunum Listrænt ákall til náttúrunnar (LÁN).

LÁN er þverfaglegt þróunarverkefni úr smiðju Ásthildar Jónsdóttur og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Verkefnið tengir saman náttúrufræði og listgreinar, með sjálfbærni og umhverfisvitund í brennidepli. Lögð er áhersla á að kynnast málefnum náttúrunnar á skapandi og nýstárlegan hátt, með aðferðum list- og verkgreina í samvinnu við listafólk, hönnuði og vísindamenn. Markmið verkefnisins er að styrkja sjálfsmynd og gagnrýna hugsun nemenda og trú þeirra á eigin getu. Verkefnið ýtir undir nýsköpun og stuðlar að starfsþróun kennara með áherslu á skapandi kennsluhætti. Verkefnið styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og eykur áhuga og meðvitund ungs fólks á náttúrufræði og sjálfbærni.

Nánari upplýsingar veitir:

Rut Ragnarsdóttir, sérfræðingur
rut.ragnarsdottir@reykjavik.is