krakkar að lesa harry potter

Um þennan viðburð

Tími
10:45 - 14:45
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn
Ungmenni

Aflýst | Harry Potter dagar

Mánudagur 27. júlí 2020 - Laugardagur 1. ágúst 2020

Komdu og fagnaðu fertugsafmæli Harry Potter með okkur á Borgarbókasafninu í Kringlunni.

Hugdjarfir geta leitað helkrossa, forvitnir geta komist að því í hvaða vist þeir séu og einnig verður hægt að taka myndir af nýsloppnum Azkaban föngum.

Föndraðu öskrara fyrir þá sem þér finnst þurfa orð í eyra eða hjálpaðu Harry að föndra Hedwig og ferðatösku til þess að hann komist í skólann.

Fljúgandi lyklar, pirrandi smáálfar, seyða og elexírskápur prófessors Snapes, Nimbus 2000, myndaveggur fyrir eftirlýstar nornir og galdrakarla og margt fleira. Komdu bara og sjáðu!

Á sjálfan afmælisdag Harry Potter, föstudaginn 31. júlí, mun fögnuðurinn ná hámarki með kökuboði, töfrasprotagerð og helkrossaleit fyrir þá hugrökkustu.
 

Merki

Bækur og annað efni