Pétur Ármansson og Eva Rún Snorradóttir leiða námskeiðið
Pétur Ármansson og Eva Rún Snorradóttir leiða námskeiðið

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 19:00
Verð
Frítt
Bókmenntir
Fræðsla
Spjall og umræður

Námskeið | Sviðsetning sannleikans

Mánudagur 1. febrúar 2021 - Miðvikudagur 10. febrúar 2021

Hefur þú frá einhverju að segja? Eru allar sögur áhugaverðar? Hver er munurinn á upplestri ritaðrar sögu og sögu sem þú leggur á minnið?

Í þessari ritsmiðju gefst þátttakendum færi á að móta frásögn byggða á eigin upplifun, undir leiðsögn Evu Rúnar Snorradóttur, rithöfundar og sviðslistakonu, og Péturs Ármannssonar, leikstjóra og dramatúrgs. Lokaafraksturinn flytja þátttakendur svo á sviði, blaðlaust, fyrir áhorfendur. 

Kannski leynist efniviður í gamalli dagbókarfærslu, kannski langar þig að segja frá einhverju sem breytti lífi þínu síðasta sumar. Kannski viltu tala um samband þitt við afa þinn. Sagan má fjalla um hvað sem er, eina skilyrðið er að hún sé sönn.
En hvað er svo sem sannleikur?

Smiðjan fer fram í  Borgarbókasafninu Spönginni frá 17:00- 18:50
Mánudaginn 1. febrúar
Miðvikudaginn 3. febrúar
Mánudaginn 8. febrúar
Miðvikudaginn 10. febrúar 

Námskeiðinu lýkur svo með lokakvöldi þar sem þátttakendur flytja sína sögu fyrir áhorfendur, föstudaginn 12. febrúar. 

Það er pláss fyrir tíu þátttakendur í námskeiðinu og skráningarform má finna neðar á þessari síðu.