Lesandi hafmeyja

Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
6-9
Bókmenntir
Börn
Föndur

Listasmiðja | Hvernig hafmeyja ert þú?

Sunnudagur 29. janúar 2023

Fljótið með í sögustund þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín, með dass af glamúr og glimmeri.
 

Hefur þig dreymt um að vera hafmeyja? Eða að komast á sjávarbotn? 
 

Þá er þessi sögustund fyrir þig! Lesnar verða barnabækur sem hampa hafmeyjunni í allri sinni dýrð. Þá er um að gera að klæða sig upp fyrir tilefnið og leita innblásturs í sindrandi hreistur, liti eða lífríki hafsins.
 

Eftir sögustund verður haldin klippimyndasmiðja þar sem börn og fullorðnir geta skapað eigin listaverk í sjávarþema, sjálfsmyndir, nú eða rissað upp nýjar tegundir hafmeyja!

 

Sjá viðburð á Facebook hér.

Nánari upplýsingar veitir:
Bára Bjarnadóttir, sérfræðingur
bara.bjarnadottir@reykjavik.is | 411 6138