Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Ungmenni

Kvöldganga | Á slóðum Ljónsins og Nornarinnar

Fimmtudagur 2. júlí 2020

Hildur Knútsdóttir rithöfundur leiðir göngu um söguslóðir Ljónsins og Nornarinnar. Fetað verður í fótspor Kríu og Ölmu í Kvosinni og Þingholtunum og höfundur segir frá stöðum sem urðu henni innblástur við skrif bókanna. Bækur Hildar hafa notið mikilla vinsælda en von er á þriðju og síðustu bókinni í þessum spennandi ungmennabókum fyrir næstkomandi jól.

Gangan hefst fyrir utan Borgarbókasafnið í Grófinni.  

Kvöldgöngur eru viðburðaröð á vegum Borgarbókasafns, Borgarsögusafns og Listasafns Reykjavíkur. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina. Þátttaka er ókeypis og eru allir velkomnir. 

Viðburður á Facebook.

Hægt er að sjá yfirlit yfir kvöldgöngur sumarsins hér. 

Nánari upplýsingar veitir: 

Guðrún Baldvinsdóttir 
gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is | s. 661-6178

Bækur og annað efni