Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Fræðsla
Kaffistundir

Húslestur | Huldar Breiðfjörð og Sverrir Norland lesa

Miðvikudagur 19. febrúar 2020

Í vetur fáum við góða gesti til okkar einu sinni í mánuði með sína uppáhaldstexta undir hendinni. Að þessu sinni eru það rithöfundarnir Huldar Breiðfjörð og Sverrir Norland en þeirr munu lesa fyrir okkur stutt brot hvaðanæva að og deila með okkur töfrunum sem búa í hinu ritaða orði. Höfundarnir tveir munu segja stuttlega frá textunum sem verða fyrir valinu. 

Frítt er inn og við hvetjum fólk til að taka með sér handavinnuna, slökkva á snjalltækjunum og njóta þess að dvelja í augnablikinu. Opið verður á kaffihúsinu Cocina Rodriguez þar sem hægt verður að kaupa kökur, kaffi, te og aðrar veigar. 

Frekari upplýsingar veitir 

Guðrún Baldvinsdóttir
gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is