Sunna Dís Másdóttir
Sunna Dís Másdóttir leiðir hjólatúrinn

Um þennan viðburð

Tími
10:00 - 12:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir

Hjólatúr | Stefnumót á kvennaslóðum

Laugardagur 12. mars 2022

Hjólað verður inn á ljóðlendur og út á ritvöll íslenskra kvenhöfunda og skálda og lesið upp úr verkum þeirra á völdum stöðum. Viðburðurinn er haldinn í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars.

Hjólatúrinn hefst við Borgarbókasafnið Grófinni. Þátttakendur eru beðnir að mæta vel útbúnir, í hlýjum fatnaði og á hjólum sem henta veðri og færð. Vinsamlegast mætið tímanlega. Ferðin tekur um eina og hálfa klukkustund og svo kíkjum við saman á kaffihús í lok ferðar.

Hjólastjórar: Árni Davíðsson hjá Landssamtökum hjólareiðamanna og Sunna Dís Másdóttir, skáldkona.

Boðið er upp á hjólatúr með bókmenntalegu ívafi einn laugardagsmorgun í mánuði fram í maí. Um er að ræða nýtt samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins, Hjólafærni á Íslandi og Landssamtaka hjólreiðamanna þar sem boðið er upp á skemmtilega blöndu af útivist, hreyfingu og andlegri næringu. Verkefnið hlaut styrk frá Miðborgarsjóði Reykjavíkurborgar.

Hjólatúrarnir eru ókeypis og öll velkomin að taka þátt.

Skráning fer fram hér fyrir neðan.
 

Næstu hjólatúrar:

Stefnumót við ljóðskáld í efri byggðum
Hjólatúr um Breiðholtið
Hjólum frá Borgarbókasafninu Gerðubergi
Lau. 26.03.22 kl. 10:00-12:00

Stefnumót á strigaskóm
Hjólatúr fyrir alla fjölskylduna
Hjólum frá Borgarbókasafninu Sólheimum
Lau. 09.04.22 kl. 10:00-12:00

Stefnumót við skáldin í hverfinu
Hjólatúr um Hlíðarnar og nágrenni
Hjólum frá Borgarbókasafninu Kringlunni
Lau. 14.05.22 kl. 10:00-12:00

Nánari upplýsingar veita:

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is

Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni á Íslandi
hjolafaerni@hjolafaerni.is

Hjólafærni á Íslandi
Landssamtök hjólreiðamanna