Glæpur við fæðingu eftir Trevor Noah
Glæpur við fæðingu eftir Trevor Noah

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Spjall og umræður

FRESTAÐ Leshringurinn 101 | Glæpur við fæðingu

Þriðjudagur 13. apríl 2021

Vinsamlegast athugið að leshringnum verður frestað til þriðjudagsins 20. apríl.

Leshringurinn 101 hittist á 5. hæðinni í Grófinni annan þriðjudag í mánuði  kl. 17:30-18:30.  

Í leshringnum viljum við skapa huggulega stemningu þar sem við komum saman, sötrum kaffi og spjöllum um bækur.

Í leshring aprílmánaðar verður rætt um sjálfsævisögu uppistandarans og þáttagerðarstjórnandans Trevor Noah en titill bókar hans, Glæpur við fæðingu, vísar til þess að hann er af blönduðum uppruna, móðirin af Xhosa-ættbálknum og faðirinn Svisslendingur en á tímum aðskilnaðarstefnunnar var refsivert að eiga náið samneyti við fólk af af öðrum kynþætti. 

Hámarksfjöldi í hverjum leshring er 12 manns. Leshringurinn er opinn! Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á Guðrúnu Dísi Jónatansdóttur.  

Dagskráin framundan:

11. maí | Saga býflugnanna eftir Maja Lunde

Við hvetjum góðvini Borgarbókasafnsins til að skrá sig í Bókaklúbbinn okkar á Facebook! Þar deilum við ýmsum bókmenntatengdum viðburðum og oft skapast líflegar umræður um alls kyns bókmenntir. 

Hér er að finna almennar upplýsingar um leshringi Borgarbókasafnsins.

Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.

Umsjón: Guðrún Dís Jónatansdóttir
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is

Bækur og annað efni