Once upon your time - Creative workshop

Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 17:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Spjall og umræður

Einusinni var ég

Laugardagur 25. júní 2022

Sögur eru huganum, það sem vatnið er líkamanum.

Þegar við segjum sögur, ræktum við fléttur og tengingar sem sækja ímyndurnaraflinu og sálinni næringu í undirmeðvitundinni - rétt eins og rætur plantnanna sækja sér næringu í jarðveginum. Um árþúsundir hafa sögur hjálpað okkur að skilja óskiljanlegan veruleikann og miðla visku til komandi kynslóða; þær hjálpa okkur að dreyma framtíðina, að melta fortíðina, og að njóta ævarandi galdraríkis tungumálsins.

Einusinni var ég er vinnustofa sem nýtir meðferðarmöguleika sagna og ævintýra, svo við megum rækta okkar innri og ytri veruleika, sjálfum okkur og öðrum til heilla. Hittumst, leikum, segjum sögur og tendrum elda ímyndunaraflsins, og afhjúpum merkingu sögunnar sem við lifum og leikum í dag.

Vinnustofan fer fram á íslensku og ensku á 5.hæð Borgarbókasafninu Grófinni undir leiðsögn Juan Camilo, þjálfara í æskulýðs- og uppeldisfræðum. 

Þátttaka er ókeypis og öll 16 ára og eldri velkomin sem hafa áhuga á að rækta ímyndunaraflið og kynnast sjálfum sér. 

Þátttakendur eru beðnir um að taka með sér penna og stílabók. 

 

Nánari upplýsingar veita: 
Juan Camilo 
juan@reykjavik.is

Hildur Björgvinsdóttir | Verkefnastjóri viðburða og fræðslu
hildur.bjorgvinsdottir@reykjavik.is