
Um þennan viðburð
Barnamenningarhátíð | Bestubörn – útgáfuhóf
Verið velkomin á útgáfuhóf 3. bekkjar Vesturbæjarskóla á Barnamenningarhátíð!
Síðastliðnar vikur hafa nemendur í Vesturbæjarskóla skrifað nýjar íslenskar skáldsögur frá grunni og nú er komið að útgáfuhófinu!
Undir leiðsögn Berglindar Ernu Tryggvadóttur og Þórunnar Rakelar Gylfadóttur , rithöfunda og íslenskukennara, hafa nemendurnir skrifað sögur, leikið sér með tungumálið, myndlýst eigin sögur, sett þær upp og brotið um í bók. Á viðburðinum verða allar bækurnar til sýnis og lesið upp úr völdum verkum.
Kíktu á heildaryfirlit viðburða Borgarbókasafnsins eða á vef Barnamenningarhátíðar.
Nánari upplýsingar veita:
Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is
Þórunn Rakel Gylfadóttir, rithöfundur og íslenskukennari
thorunnrakel@gmail.com