Um leið og litlibróðir stekkur af stað með sverð í hendi og segist vera Ólafur riddarahross fer hugurinn á flug. Á vegi hans verða álfastelpa, grimmur björn og háfleygur örn sem grípur hann í klærnar. Að lokum þeysist hann um á drekabaki. Veiða vind er spennandi saga sem sögð er með orðum, myndum og tónlist. Tónlist Kára Bæk fylgir með á geisladiski ásamt upplestri Benedikts Erlingssonar á sögunni. (Heimild: Bókatíðindi)