• Bók

Fatasaumur : saumtækni í máli og myndum fyrir byrjendur og lengra komna

Í bókinni er að finna ítarlegar leiðbeiningar um máltöku og hvernig taka á upp snið, vinna með sniðbreytingar og sníða í efni. Megininnihaldið er saumtækniaðferðir í máli og myndum, s.s. ýmsar gerðir af rennilásum, vösum og krögum og vinnuferli við saum á fatnaði. Einnig er stutt yfirlit um textílfræði, fatasögu og hvernig vinna má með eigin hugmyndir. Bókin er ætluð fyrir efri bekki grunnskóla, framhalds- og háskólastigið, en einnig hentar hún fyrir námskeiðahald í fatagerð sem og áhugafólki. (Heimild: Bókatíðindi)
Gefa einkunn