Saumaverkstæðið | Aðstoð við saumaskapinn
Á saumaverkstæðinu er boðið upp á aðstoð eða ráðgjöf frá fagmönnum einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Ekki verður saumað fyrir þá sem ætla að nýta sér aðstoðina heldur fá þeir einungis ábendingar og góð ráð um það hvernig best sé að bera sig að ásamt kennslu á saumavélarnar.
Andzelina Kusowska Sigurðsson og Elínborg Ágústsdóttir klæðskerar leiðbeina.
Upplagt fyrir þá sem eru að velta einhverju fyrir sér varðandi saumaskapinn, hvort sem um byrjendur eða lengra komna er að ræða. Það er alltaf gott að fá ráðgjöf og spjalla um þau verkefni sem unnið er að.
Saumavélar eru í Borgarbókasafninu í Árbæ fyrir þá sem þurfa á að halda. Tvær venjulegar saumavélar eru þar auk overlock vélar. Í saumaverkstæðinu er einnig ágætis aðstaða til að taka upp snið. Þar geta gestir því saumað frá grunni en einnig er tilvalið að koma með flíkur og annað sem þarfnast viðgerðar.
Nánari upplýsingar veitir:
Katrín Guðmundsdóttir
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is | 411 6250