
Röð
Collins, Suzanne. Hungurleikarnir (bókaflokkur) #1
Í framtíðarríkinu Panem keppa 24 ungmenni árlega í svokölluðum Hungurleikum, sem ganga út á það eitt að lifa af. Þegar Katniss býður sig fram sem keppanda í stað systur sinnar er hún viss um að hún sé að ganga í dauðann. En Katniss hefur áður horfst í augu við dauðann og sjálfsbjargarviðleitni hefur hún sem betur fer nóg af. Hungurleikarnir er fyrsta bókin í þríleik sem vermt hefur efstu sæti metsölulista um allan heim og hlotið bestu meðmæli gagnrýnenda og höfunda á borð við Stephen King og Stephenie Meyer. Kvikmynd eftir bókinni er væntanleg snemma á næsta ári. (Heimild: Bókatíðindi)