Hvers vegna komu landnámsmenn til Íslands? Hvernig var umhorfs í Reykjavík á 10. öld? Hvernig var daglegt líf og störf fólks? Á hverju lifði það? Leitað er svara við þessum spurningum og ótal fleiri í þessari bók sem út kom í tilefni af opnun sýningar á skála frá 10. öld sem fannst í Aðalstræti 16 í miðbæ Reykjavíkur. Í bókinni eru fjölmargar myndir og uppdrættir. Bókin er einnig til í enskri útgáfu í þýðingu Önnu Yates. (Heimild: Bókatíðindi)