Sjónþing

Rit- og sjónþing - útgáfa

Sjónþing Gerðubergs hófust árið 1996. Þeim er ætlað að gefa innsýn í íslenska samtímalist og gefa fólki kost á að kynnast viðhorfum, áhrifavöldum og lífshlaupi einstakra listamanna í máli og myndum. Skipulagi sjónþinga er þannig háttað að listamaður situr fyrir svörum um líf sitt og list. Umræðum er stýrt af stjórnanda en auk hans eru tveir spyrlar. Áheyrendur er hvattir til að koma með innlegg í umræðurnar.

Sjónþingin voru í fyrstu gefin út á prenti og seld á skrifstofu Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs. Frá árinu 2003 voru sjónþingin gefin út á rafrænu formi og eru aðgengileg hér fyrir neðan. Sjónþing var síðast haldið árið 2008.

Listamenn Sjónþinga

2008 – Steina Vasulka, vídeólistakona

Sjónþing Steinu Vasulku fór fram þann 21. september árið 2008. Stjórnandi var Þorbjörg Gunnarsdóttir og spyrlar voru þau Halldór Björn Runólfsson listfræðingur og Margrét Elísabet Ólafsdóttir fagurfræðingur.

Steina Vasulka: sjónþing er væntanlegt á rafrænu formi.

2007 – Rúrí, myndlistarmaður

Sjónþing Rúríar fór fram þann 3. febrúar árið 2007. Stjórnandi var Laufey Helgadóttir listfræðingur og spyrlar voru þeir Gunnar J. Árnason listheimspekingur og Halldór Björn Runólfsson listfræðingur.

Rúrí: sjónþing á rafrænu formi (pdf).

2006 – Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður

Sjónþing Steinunnar Sigurðardóttur fór fram þann 18. mars árið 2006. Stjórnandi var Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor við hönnunardeild Listaháskóla Íslands og spyrlar voru þeir Gunnar Hilmarsson hönnuður og Páll Hjaltason arkitekt.

Steinunn Sigurðardóttir: sjónþing á rafrænu formi (pdf).

2005 – Þórdís Zoëga, hönnuður

Sjónþing Þórdísar fór fram þann 24. september árið 2005. Stjórnandi var Tinna Gunnarsdóttir hönnuður og spyrlar voru Ólafur Óskar arkitekt og Ólöf Erla Bjarnadóttir hönnuður.

Þórdís Zoëga: sjónþing á rafrænu formi (pdf).

2004 – Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt

Sjónþing Reynis fór fram þann 25. september árið 2004. Stjórnandi var Stefán Örn Stefánsson arkitekt og spyrlar voru þau Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt og Pétur Ármannsson arkitekt.

Reynir Vilhjálmsson: sjónþing er væntanlegt á rafrænu formi.

2003 – Kogga, keramiker

Sjónþing Koggu (Kolbrúnar Björgólfsdóttur) fór fram þann 27. september árið 2003. Stjórnandi var Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og spyrlar voru þær Edda Jónsdóttir forstöðumaður gallerís i8 og Tinna Gunnarsdóttir iðnhönnuður.

Kogga: sjónþing á rafrænu formi (pdf).

2002 – Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt

Sjónþing Manfreðs var haldið þann 28. október árið 2002. Stjórnandi var Aðalsteinn Ingólfsson og spyrlar voru arkitektarnir Albína Thordarson og Pétur Ármannsson.

Manfreð Vilhjálmsson: sjónþing á leitir.is.

2001 – Þórunn E. Sveinsdóttir, búningahönnuður

Sjónþing Þórunnar Sveinsdóttur fór fram þann 6. október árið 2001. Stjórnandi var Halldóra Friðjónsdóttir leikhúsfræðingur og spyrlar voru þau Kjartan Ragnarsson leikskáld og Hildur Hákonardóttir vefari.

Þórunn Elísabet Sveinsdóttir: sjónþing á leitir.is.

2000 – Anna Líndal, myndlistarmaður

Sjónþing Önnu Líndal fór fram þann 12. febrúar árið 2000. Umsjónarmaður var Jórunn Sigurðardóttir og spyrlar voru þau Ásta Ólafsdóttir myndlistarmaður og Björn Brynjúlfur Björnsson grafískur hönnuður.

Anna Líndal: sjónþing á leitir.is.

1999 – Eiríkur Smith, myndlistarmaður

Sjónþing Eiríks Smith var haldið þann 20. nóvember árið 1999. Stjórnandi var Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og spyrlar voru myndlistarmennirnir Daði Guðbjörnsson og Hafdís Helgadóttir.

Eiríkur Smith: sjónþing á leitir.is

1999 – Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur

Sjónþing Þorvaldar fór fram þann 4. september 1999. Stjórnandi var Sigmundur Ernir Rúnarsson og spyrlar voru Þórhildur Þorleifsdóttir leikhússtjóri og Jón Proppé listfræðingur.

Þorvaldur Þorsteinsson: sjónþing á leitir.is

1998 – Hannes Lárusson, myndlistarmaður

Sjónþing Hannesar Lárussonar fór fram þann 31. október árið 1998. Stjórnandi var Gunnar Smári Egilsson blaðamaður og spyrlar voru þeir Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur og Gunnar J. Árnason listfræðingur.

Hannes Lárusson: sjónþing á leitir.is.

1998 – Kristinn G. Harðarson, myndlistarmaður

Sjónþing Kristins G. Harðarsonar fór fram þann 5. september árið 1998. Stjórnandi var Hildur Helga Sigurðardóttir blaðamaður og spyrlar voru Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og Ingólfur Arnarsson myndlistarmaður.

Kristinn G. Harðarson: sjónþing á leitir.is.

1998 – Hulda Hákon, myndlistarmaður

Sjónþing Huldu var haldið þann 4. apríl árið 1998. Stjórnandi var Hannes Sigurðsson listfræðingur og spyrlar voru þeir Halldór Björn Runólfsson listfræðingur og Egill Helgason fréttamaður.

Hulda Hákon: sjónþing á leitir.is.

1997 – Finnbogi Pétursson, myndlistarmaður

Sjónþing Finnboga var haldið þann 9. febrúar árið 1997. Stjórnandi var Hannes Sigurðsson listfræðingur og spyrlar voru Halldór Björn Runólfsson listfræðingur og listamennirnir Hulda Hákon og Jón Óskar.

Finnbogi Pétursson: sjónþing á leitir.is.

1997 – Magnús Tómasson, myndlistarmaður

Sjónþing Magnúsar Tómassonar fór fram þann 6. apríl árið 1997. Umsjónarmaður var Hannes Sigurðsson listfræðingur og spyrlar voru þær Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur og Jónína Guðnadóttir myndlistarkona.

Magnús Tómasson: sjónþing á leitir.is.

1996 – Guðrún Kristjánsdóttir, myndlistarmaður

Sjónþing Guðrúnar Kristjánsdóttir fór fram þann 17. nóvember árið 1996. Umsjónarmaður var Hannes Sigurðarson og spyrlar voru Guðbjörg Lind Jónsdóttir og Eyjólfur Kjalar Emilsson.

Guðrún Kristjánsdóttir: sjónþing á leitir.is

1996 – Brynhildur Þorgeirsdóttir, myndlistarmaður

Sjónþing Brynhildar Þorgeirsdóttur fór fram þann 8. september árið 1996. Umsjónarmaður var Hannes Sigurðsson listfræðingur og spyrlar voru þær Auður Ólafsdóttir listfræðingur og Svava Björnsdóttir myndhöggvari.

Brynhildur Þorgeirsdóttir: sjónþing á leitir.is.

1996 – Helgi Þorgils Friðjónsson, myndlistarmaður

Sjónþing Helga Þorgils fór fram þann 13. ágúst árið 1999. Umsjónarmaður var Hannes Sigurðsson listfræðingur og spyrlar voru Ólafur Gíslason listgagnrýnandi og Þorri Hringsson myndlistarmaður.

Helgi Þorgils Friðjónsson: sjónþing á leitir.is.

1996 – Birgir Andrésson, myndlistarmaður

Sjónþing Birgis Andréssonar fór fram þann 12. maí árið 1996. Umsjónarmaður var Hannes Sigurðsson listfræðingur og spyrlar voru myndlistarmennirnir Kristinn Hrafnsson og Guðmundur Oddur Magnússon.

Birgir Andrésson: sjónþing á leitir.is.

1996 – Hafsteinn Austmann, myndlistarmaður

Sjónþing Hafsteins Austmann fór fram þann 13. apríl árið 1996. Umsjónarmaður var Hannes Sigurðsson listfræðingur og spyrlar voru þeir Kjartan Guðjónsson og Haraldur Jónsson.

Hafsteinn Austmann: sjónþing á leitir.is.

1996 – Ragnheiður Jónsdóttir, myndlistarmaður

Sjónþing Ragnheiðar Jónsdóttur fór fram þann 10. mars árið 1996. Umsjónarmaður var Hannes Sigurðsson listfræðingur og spyrlar voru Svala Sigurleifsdóttir myndlistarkona og Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur.

Ragnheiður Jónsdóttir: sjónþing á leitir.is.

1996 – Bragi Ásgeirsson, myndlistarmaður

Sjónþing Braga Ásgeirssonar fór fram þann 11. febrúar árið 1996. Umsjónarmaður var Hannes Sigurðsson listfræðingur og spyrlar voru Einar Hákonarson listmálari, Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Jón Proppé listfræðingur.

Bragi Ásgeirsson: sjónþing á leitir.is.