Auður Jónsdóttir og Leifur Ottó sonur hennar
Auður Jónsdóttir og Leifur Ottó sonur hennar

Lesandinn | Auður Jónsdóttir

Lesandi vikunnar fylgir í fótspor sonar síns, sem mælti með bók fyrir okkur um daginn.

Auður Jónsdóttir rithöfundur mælir með hinni umdeildu bók Salmans Rushdie, sem varð til þess að æðstiklerkur Írans, Ayatollah Khomeini, dæmdi hann til dauða með sérstakri yfirlýsingu, fatwa, árið 1989, eins og víðfrægt er.

„Ég mæli með Söngvum Satans eftir Salman Rushdie. Það er gaman að hafa lesið þessa bók því hún hefur mikið vægi í nútímamenningu en hún er líka mjög fyndin og skemmtileg. Það kannski kemur manni á óvart hvað hún er skemmtileg. Hún leikur svolítið við Meistarann og Margarítu sem margir elska hér. Bókin kristallar þessi átök milli listarinnar og því sem þykir þóknanlegt að segja, líkt og í Meistaranum og Margarítu. Þessa bók ber oft á góma og hér er hún til í íslenskri þýðingu Sverris Hólmarssonar og Árna Óskarssonar.“

UppfærtFöstudagur, 4. júní, 2021 12:57
Materials