Þórgunnur heldur á bókinni fyrir allra augum eftir sverri nordal

Lesandinn | Þórgunnur Þórarinsdóttir

Lesandi vikunnar er Þórgunnur Þórarinsdóttir. Þórgunnur er tíður gestur á Borgarbókasafninu í Árbæ en hún hefur í mörg ár tekið þátt í ritsmiðju safnsins og leshringnum Karla- og konubækur. Þórgunnur mælir með bókinni Fyrir allra augum eftir Sverri Norland og hafði þetta um bókina að segja:
 

„Jón Thoroddsen skrifaði söguna Piltur og stúlka árið 1850. Bók Sverris fjallar um stúlku og pilt þar sem stúlkan er í aðalhlutverki. Sagan hefst á þessum orðum:

„Hvað er það versta sem þú hefur gert annarri manneskju?“  Setningin settist að í sál minni, opnaði þannig löngu liðnar tilfinningar, hjartað tók auka slag, hugurinn tilbúinn að meðtaka söguna, góð byrjun til að halda lesandanum við efnið. Núna er ég að lesa hana í annað sinn með enn meiri ákafa og skilningi.

Persónurnar Dísa og Úlfur eru sannfærandi, hún þráir frægð og frama, veit hvað hún vill og hefur hæfileika og getu til að ná því takmarki en það kostar bæði last og lof að verða frægur. Úlfur er andstæða hennar, sjálfsmynd hans er brotakennd, óöryggi í framkomu en hann hefur samt margt til brunns að bera.

Þriðja persónan sem kemur við sögu og vert er að minnast á er afinn, þetta bráðskemmtilega ólíkindatól, sem fer sínu fram, saknar látinnar eiginkonu og yrkir um hana ástarljóð. Skilgreining afa á upphafsspurningunni (bls. 93):

„Það versta sem hægt er að gera annarri manneskju er að veita henni ekki svigrúm, tækifæri og tíma til að blómstra á sínum eigin hraða.“

UppfærtFöstudagur, 4. júní, 2021 13:26
Materials