Þórdís Gísladóttir er lesandi vikunnar
Þórdís Gísladóttir er lesandi vikunnar

Lesandi vikunnar er Þórdís Gísladóttir

Lesandi vikunnar er að þessu sinni rithöfundurinn Þórdís Gísladóttir. Óhætt er að segja að jólabókaflóðið skelli á henni af fullum þunga því tvær nýjar bækur komu út eftir hana í byrjun nóvember; Randalín, Mundi og Leyndarmálið, sem er nýjasta bókin í vinsælum barnabókaflokki Þórdísar og Mislæg gatnamót sem er fimmta ljóðabók hennar. Þórdís lætur þó ekki sitt eftir liggja í jólabókalestrinum og gaf sér líka tíma til að mæla með bók:

„Ég er nýbúin að lesa Eins og fólk er flest eftir Sally Rooney og mæli heils hugar með henni fyrir fólk alveg frá menntaskólaaldri og fram á grafarbakkann. Þetta er saga um áhugavert ungt fólk, ást, samskipti, stéttamun og hvernig það að eiga náin samskipti getur breytt manneskjum.“

Miðvikudagur 4. desember 2019
Materials