Inngildingarsjónarmið listrænna ferla
Tvö alþjóðleg verkefni, URB_ART og Be Part! tóku höndum saman ásamt Borgarbókasafninu laugardaginn 21. janúar til að miðla reynslu og þekkingu um inngildingarleiðir mismunandi listferla. Þátttakendur deildu reynslusögum af góðum starfsháttum í virku jafningjanámi (e. active peer to peer learning session). Rætt var um verkefni þar sem listsköpunarferlið hefur verið farsælt tæki til að koma á samheldni, tilfinningu um að tilheyra og jafnrétti innan ólíkra hluta samfélagsins.
Við notuðum langborðsumræðuform til að miðla þekkingu á jafnréttisgrundvelli. Langborðið, eins og það er upphugsað af Lois Weaver, er opinn tilraunavettvangur sem er samblanda gjörninga-innsetningar-hringborðs-umræðu-kvöldverðarveislu sem ætlað er að auðvelda samræður með því að safna saman fólki með sameiginleg áhugamál.
Nánar um samstarfsverkefnin:
URB_ART er evrópskt samstarfsverkefni sem styður samfélagsþróun með listkennslu í þéttbýli. Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins styrkir verkefnið.
Be Part! er alþjóðlegt verkefni sem styður þróun borgaralegs samfélags, tilfinningu um að tilheyra og sýnileika jaðarhópa. Styrkt af EES og Norway Grants.
Opið er fyrir skráningar á vinnustofuna þeirra í Reykjavík, þú finnur hlekkinn á Facebook-síðu þeirra.
Nánari upplýsingar:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is