Halldór Kiljan Laxness í San Franciso

Fegurðin ein | Heimsljós eftir Halldór Laxness

Halldór Laxness fæddist 23. apríl árið 1902, það eru því 120 ár frá fæðingu skáldsins um þessar mundir. Þessi dagur er einnig alþjóðlegur dagur bókarinnar, sem og dánardagur Williams Shakespeare 1623 og Miguel de Cervantes 1616 sem var spænskur leikritahöfundur og ljóðskáld.

Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.

Halldór Laxness: Heimsljós

Heimsljós eftir Halldór Laxness er kjörinn skáldskaparheimur til að gleyma sér í yfir páska, til að kveðja vetur og stíga fyrstu skref inn í sumar. Lesandinn fylgir píslum og baráttu skáldsins Ólafs Kárasonar Ljósvíkings, sem finnur til með heiminum, er sem krossberi og varla þessa heims þjáist hann fyrir aðra, flytur okkur ljóð sín og skynjar í lokin kraftbirtingarhljóm guðdómsins og hverfur á upprisunni á vit jökulsins þar sem fegurðin ein ríkir.

Heimsljós var gefið út í fjórum hlutum á árunum 1937-40. Ljós heimsins var fyrsta bókin sem hlaut síðar nafnið Krafbírtingarhljómur guðdómsins, sú næsta var Höll sumarlandsins. Þriðji hlutinn nefnist Hús skáldsins og sá fjórði Fegurð himinsins.


Myndir og nánari upplýsingar á Gljúfrasteinn - Hús skáldsins.

UppfærtFöstudagur, 22. apríl, 2022 12:44
Materials