Tilkynning | Engir áminningarpóstar sendir á notendur

Vegna kerfisbilunar í bókasafnakerfinu sendast áminningarpóstar um skil á safnkosti því miður ekki á lánsþega eins og stendur.

Þetta er bagalegt fyrir notendur almenningsbókasafna þar sem margir lánsþegar stóla á þessa áminningu í tölvupósti.

Við biðjumst innilega afsökunar á þessum óþægindum og bendum á að hægt er að fylgjast með stöðu útlána undir „Mínar síður“ hér á vef Borgarbókasafnsins eða á leitir.is. Einnig er sjálfsagt að hafa samband við okkur á Messenger, í tölvupósti eða í síma.

Málið er í vinnslu og við vonumst eftir því að þetta verði lagað sem allra fyrst.