Hópavinna með Hugmyndaþorpi

Opið samtal í Hugmyndaþorpi

Við störfum flest í umhverfi þar sem samstarfsaðilar eða skjólstæðingar eru með ólík móðurmál. Þar geta skapast tungumálaflækjur í samskiptum. Hvaða tungumál er best að nota svo allir upplifi að þeir séu hluti af vinnustaðnum? Hvaða leiðir höfum við til að greiða úr flækjum? Þróunarvinna hófst í samstarfi við Hugmyndaþorpið og lýðræðisvettvangurinn Opið samtal tímabundið færður yfir í umhverfi Hugmyndaþorpsins. Þar ræddum við hlutlaus tungumál í fjölbreyttum starfsumhverfum eins og til dæmis hjá Reykjavíkurborg rétt eins og hjá nágrönnum okkar í hafnar.haus.  

Opið samtal hófst á Torginu í Grófinni á því að skrásetja áskoranir, hugmyndir og verkefni sem þegar eru til. Margir áhugaverðir punktar komu fram sem okkur fannst þess virði að skoða nánar og jafnvel deila með fleirum á vettvangi Hugmyndaþorpsins:

Opið samtal (missions.dev) 

Þátttakendur voru hvattir til að skrá sig inn og merkja þær áskoranir og hugmyndir sem skiptu þau máli með hjarta. Einnig gátu nýir þátttakendur bæst við á hinum stafræna vettvangi með því að skanna QR-kóða í rými bókasafnsins eða skrá sig beint inn á vettvanginn. 

Þátttakendur ræða hugmyndir í opnu samtali

Borgarbókasafnið er að prófa sig áfram með nýjar leiðir til að virkja ólíka hópa samfélagsins í lýðræðislegri samsköpun og skrásetja útkomuna með þeim hætti að stutt sé við tengslanet þátttakenda og möguleika á skapandi samstarfi þeirra á milli. Að flétta stafrænan vettvang Hugmyndaþorpsins saman við hefðbundnari opin rými líkt og bókasafnið er spennandi samfélagsleg tilraun, og aðkallandi í heimi sem verður sífellt háðari hinni stafrænu vídd. 

Viltu vita meira um Opið samtal? Þetta er vettvangur fyrir heiðarleg og opin samskipti. Hér könnum við ólík samræðuform og í sameiningu lærum við nýjar leiðir til að ræða málefni sem standa okkur nærri.     

Frekar upplýsingar   
Dögg Sigmarsdóttir   
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka   
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is 

Flokkur
UppfærtMiðvikudagur, 8. nóvember, 2023 10:52