
Laust starf | Verkefnastjóri inngildingar og fræðslu
Viltu slást í öflugan hóp verkefnastjóra í miðlægri deild miðlunar og nýsköpunar hjá Borgarbókasafninu?
Helstu verkefni og ábyrgð
Verkefnastjóri inngildingar og fræðslu leiðir verkefni er snúa að jaðarsettum hópum í samfélaginu og miða að því að kynna það sem Borgarbókasafnið hefur upp á að bjóða og virkja þau sem tilheyra þessum hópum til að notfæra sér þjónustuna, sækja viðburði og fræðslu og nýta söfnin sem stað til að tengjast öðru fólki.
Verkefnastjóri ber ábyrgð á innleiðingu og framkvæmd verkefna í samstarfi við deildarstjóra miðlunar. Hann sér um og ber ábyrgð á að verkferlar á þessu sviði séu skilgreindir, samræmdir og þeim fylgt innan safnsins.
Verkefnastjórinn heyrir undir deild miðlunar og nýsköpunar og vinnur þvert á allar starfsstöðvar Borgarbókasafnsins. Hann tekur þátt í að marka stefnu um verkefni á sínu sviði með stuðningi og í samstarfi við deildarstjóra miðlunar. Í því felst m.a. að hafa frumkvæði að og innleiða ný verkefni, eiga í samvinnu við fagaðila og félagasamtök á þessu sviði og sjá um skipulagningu og framkvæmd í samstarfi við verktaka og/eða starfsfólk.
Verkefnastjóri tekur á móti fyrirspurnum, veitir umsagnir og sinnir erindum er heyra undir málaflokkinn. Hann tekur einnig þátt í teymisvinnu þvert á svið og stofnanir borgarinnar og samstarfi við fagaðila innanlands og utan.
Fríðindi í starfi:
- 36 stunda vinnuvika
- Sundkort
- Menningarkort
- Heilsustyrkur
- Samgöngusamningur
Hæfniskröfur:
- Háskólapróf á framhaldsstigi (MA/MS) og að lágmarki 2ja ára reynsla í verkefnastjórnun á sviði inngildingar og fræðslu eða; Háskólapróf á fyrsta stigi (BA/BS) auk að lágmarki 5 ára starfs- og stjórnunarreynslu á viðkomandi sérfræðisviði.
- Metnaður, frumkvæði, skipulagshæfni, hugmyndaauðgi og sjálfstæði í starfi.
- Gott menningarlæsi og reynsla af því að starfa með fjölbreyttum, jaðarsettum hópum.
- Geta til að skipuleggja og innleiða ný verkefni.
- Færni og geta til að vinna undir álagi og sinna mörgum viðfangsefnum.
- Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki.
- Gott vald á upplýsingatækni og -miðlun efnis á vef og samfélagsmiðlum.
- Mjög gott vald á íslensku og/eða ensku og mikil hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, kunnátta í þriðja tungumáli kostur.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaður endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Um er að ræða 100% starfshlutfall.
Launakjör eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar hjá Borgarbókasafninu
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115