Kynning á aðgengið að húsnæði

Húsnæðismál eru hjartans mál | Opið samtal

Kolbrún frá Leigjendaaðstoðinni og Joanna frá New in Iceland hittust í opnu spjalli á Torginu í Grófinni. Báðar sinna þær ráðgjafaþjónustu til notenda og auðvelda aðgengi að þekkingu að réttindum og skilning á skyldum.

Nýverið fékk Leigjendaaðstoðinn aukið hlutverk og sinnir nú einnig upplýsingagjöf til leigusala. Þjónustan er í stöðugri þróun og kynnt Kolbrún okkur fyrir nýja vefsíðu sem er í þróun hjá þeim: leigjendur.is. Aðgengi að húsnæði að eitt af helstu viðfangsefnum í ráðgjöf New in Iceland. Kolbrún og Joanna voru sammála um að hlustunin og það að leggja sig fram við að skilja aðstæður sé afar miklvæg ráðgjöfinni. Kolbrún nefndi:

Notendur sem leita til þeirra séu oft undir miklu álagi – húsnæðismál eru hjartansmál, þau snúast um heimili okkar og ættu að vera örugg rými.

Joanna minntist á:

Þeir sem leita til New in Iceland upplifa oft að enginn sé tilbúinn að hjálpa þeim, sem ýtir undir álagið. Margir upplifa mikið óréttlæti í þessum málum, valdamisræmi er oft mikil milli leigusala og leigjenda og samskiptin geta litast af því. Reynsla ráðgjafa, tungumálakunnátta og vilji til að setja sig í spor skjólstæðina er lykilatriði í ráðgjöfinni.

Aðgengi að húsnæði er réttlætismál.
Til New in Iceland leitar fólk sem sækist eftir upplýsingum um laust leiguhúsnæði og hvað telst til sanngjarns leiguverðs eða hvenær hækkun leigu eigi rétt á sér. Kolbrún tekur sérstaklega fram:

Mikilvægt er að notendur viti að réttindi þeirra og skyldur eru ekki aðeins skráð í samninga. Húsaleigulögin veita réttindi til leigjenda og leigusala þó svo að á milli þeirra sé ekki skriflegur samningur.

Rétt eins og í ráðgjöf New in Iceland þá er Leigjendaaðstoðin einnig háð því að bæði lög og reglugerðir séu þýddar svo notendur sem tala ekki íslensku hafi aðgengi að upplýsingum um eigin réttindi.

Við þökkum kærlega fyrir spjallið.

Hægt er að fræðast frekar um ráðgjöf Leigjendaaðstoðarinnar hér og New in Iceland á heimasíðu þeirra.

Nýlega fór einnig af stað samstarfsverkefni um kortlagningu á fjölda einstaklinga sem búa í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Á vefsíðunni homesafety.is má finna upplýsingar um verkefnið á sex tungumálum.

Á Torginu fara reglulega fram opin samtöl um málefni sem tengjast stöðu okkar og réttindum sem borgarar í lýðræðissamfélagi.
Næsta samtal er um aðgengi að menningarrýmum þann 28. október og svo erum við einnið með samtal með Festu um sjálfbærni og við deilum efni sem fær okkur til að vilja breyta venjum okkar, samtalið fer fram 9. nóvember í Grófinni.

Ertu með hugmynd að umræðuefni? Við erum opin fyrir nýjum hugmyndum

Frekari upplýsingar
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjórn | Borgaralega þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 31. janúar, 2023 16:03