Grófin | Lokað 17.-21. febrúar

Vikuna 17. – 21. febrúar verður lokað í Borgarbókasafninu Grófinni vegna talningar á safnkosti.  

Við þökkum kærlega fyrir skilning og þolinmæði vegna þessarar vinnu og bendum á að önnur söfn Borgarbókasafnsins eru opin samkvæmt venju. Engar sektir eru settar á safnkost sem er með skiladag í þessari viku. Við bendum á að hægt er að skila bókum í skilakassa sem staðsettur verður á stigagangi. 
 

Af hverju þarf að telja safnkostinn? 

Talning af þessu tagi er mikilvægur liður í því að halda góðri yfirsýn yfir safnefnið, meðal annars afskrifa glötuð eintök og kaupa ný ef þarf. Í talningunni felst einnig undirbúningur ýmissa verkefna vegna tímabundins flutnings safnsins í nýtt húsnæði á meðan unnið verður að stækkun og umbreytingu Grófarhúss, en áætlað er að sú vinna hefjist 2027. 

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 4. febrúar, 2025 12:13