Gerður Kristný og Maarit Kaipainen

Fagurfræðileg sjálfbærni og samkennd | Opið samtal

Gerður Kristný og Maarit Kaipainen hittust á Torginu í Grófinni með skáldskap um sjálfbærni, bæði ljóð og skáldsögur og einnig rit almenns eðlis sem snerta á málefninu. Umræða skapaðist í kringum hlutverk rithöfunda, mikilvægi tilfinninga í umræðunni og því að huga að orðanotkun. Hægt er að hvetja fólk til að taka upp sjálfbærari lifnaðarhætti með hræðslu og skömm og bölsýni, en svo eru líka tilfinningar eins og von, hrifning og samkennd sem geta hvatt okkur áfram.

Maarit nefndi finnska rithöfundinn Tove Jansson í þessu samhengi:

Tove skrifar um leiðir til að takast á við hræðslu og yfirvofandi ógn. Það er mikilvægt að rithöfundar tali tungmáli tilfinninga en þær þurfa ekki að vera neikvæðar. Sorg er hluti af breytingunum sem við erum að ganga í gegnum, en við verðum að halda í væntumþykju og samkennd þegar við sköpum framtíðina. Við sem samfélag verðum að geta unnið úr hræðslunni sem t.d. loftslagsumræðan vekur.

Gerður Kristný minntist sérstaklega á að mörg samtímaljóðskáld láti sig umhverfismál varða í dag. Umræða um aðferðafræði vaknaði og hvort og hvernig orðanotkun kveiki með okkur löngun til að breyta venjum okkar og til að takast á við nýjan raunveruleika.

Það er hægt að skapa framtíðarsýn með björtum litum. Það þarf ekki að móralísera og hræða. Sérstaklega mikilvægt er að efla ímyndunarafl barna með von og bjartsýni. Áhugavert að skoða hve rithöfundar og ljóðskáld vinna ólíkt með efnið. Sumir rithöfundar skapa með okkur vitund um náttúru, umhverfisvernd og sjálfbærni án þess að nefna það sérstaklega sem aðalefni bókar, eitt dæmi er bók Margaret Aatwood Cat´s Eye. En rithöfundar vinna á ólíkan hátt úr efninu og það er gaman að bera saman fjölbreytni í nálgunum.

Rætt var um það hvað fagurfræðileg sjónarmið eru mikilvæg þegar við mótum okkur sameiginlega framtíðarsýn. Við þurfum að hafa vettvang til að þróa með okkur gagnrýna meðvitund og aðgang að fjölbreyttum sjónarhornum.

Bókmenntir og samtöl um þær er ómissandi í þessu ferli og við hvetjum notendur sem langar að stofna til leshrings um sjálfbærni og ræða málefni tengt umhverfisvitund að hafa samband við okkur. Í tilefni af þessu samtali, þá keyptum við inn nýjar bækur sem varða þessa mikilvægu umræðu, t.d.

The world changing cookbook eftir Johan Rockström og Rebuiliding Earth eftir Theresa Coady.

Bókalistann okkar um sjálfbærni sem unninn var í samstarfi við Festu-miðstöð um samfélagsábyrgð má finna hér. 

Notendur geta komið með frekari innkaupatillögur hérna.

 

Upplýsingar um opin samtöl á bóksafninu veitir:

Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjórn | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 31. janúar, 2023 16:01