Bókaverðir óskast í Grófina | Lausar stöður

Borgarbókasafnið auglýsir tvær tímabundnar 50% stöður bókavarða

Umsóknarfrestur rann út 17.11.24.

Leitað er að jákvæðum og vandvirkum einstaklingi með ríka þjónustulund og áhuga á fólki, menningu og bókmenntum.

Markmið safnsins er að auka lýðræði og þátttöku, efla læsi og auka aðgengi borgarbúa að fræðslu og menningartengdu efni. Enn fremur eru borgarbúar hvattir til að taka þátt í að efla safnið sem miðstöð menningar og mannlífs, fræðslu og sköpunar.

Bókaverðir eru vikir þátttakendur í að vinna að ofangreindum markmiðum ásamt öðru starfsfólki bókasafnsins.

Starfsmenn skipta með sér kvöld- og helgarvöktum.

Helstu verkefni

  • Afgreiðsla og þjónusta við notendur safnsins
  • Frágangur, viðgerðir, plöstun og uppröðun safnefnis
  • Þjónusta við notendur sem fá safnefni sent heim í gegnum verkefnið „bókin heim“
  • Kynning á safnkosti og þátttaka í móttöku barna- og nemendahópa
  • Aðstoð við margvíslega viðburði

Hæfniskröfur

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun
  • Þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sveigjanleiki og hæfni til að takast á við fjölbreytt verkefni
  • Frumkvæði, vandvirkni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Handlagni og hugmyndaauðgi
  • Snyrtimennska
  • Góð íslenskukunnátta og kunnátta í ensku

Nánari upplýsingar um starfið veitir:

Barbara Guðnadóttir, safnstjóri 
barbara.gudnadottir@reykjavik.is | 789 6390

Flokkur
UppfærtMiðvikudagur, 27. nóvember, 2024 13:38