Saumahornið í Borgarbókasafninu Árbæ
Velkomin í Saumahornið í Árbæ

Saumahornið

Í saumahorninu í Árbænum er skemmtileg aðstaða til að taka upp snið, sauma og gera við. Þar er að finna tvær venjulegar saumavélar og eina overlock-vél. Miðað er við að þeir sem nota saumavélarnar séu að mestu sjálfbjarga en boðið er upp á aðstoð í sérstökum viðburðum sem kallast Saumakaffi. Þá munum klæðskeramenntaðir starfsmenn Borgarbókasafnsins vera til taks og hjálpa notendum við saumaskapinn.

Borgarbókasafnið tekur þátt í verkefninu Árpokanum í samstarfi við Kvenfélag Árbæjarsóknar, Þjónustumiðstöð Árbæjar og Félagsmiðstöðina Hraunbæ 105. Verkefnið snýst um að sauma innkaupapoka sem gefnir verða á bókasafninu, í Árbæjarlaug og á öðrum stöðum í hverfinu þar sem not eru fyrir þá. Snið og efni verða til taks á safninu sem hægt er að nota við pokagerðina. Svipuð verkefni hafa verið í gangi víða um land þar sem fólk hittist og saumar poka undir merkjum Boomerang Bags.

Við vonumst til þess að gestir taki þessari nýju aðstöðu fagnandi og verði duglegir að nýta sér hana!

Nánari upplýsingar veitir:
Katrín Guðmundsdóttir
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is
S. 411 6250

Mánudagur 8. október 2018
Flokkur
Merki