Gerður Kristný er handhafi Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar 2020
Gerður Kristný er handhafi Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar 2020

Mikilvæg og marglaga rödd

Á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, eru árlega veitt Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Samkvæmt reglum mennta- og menningarmálaráðuneytisins ber þau að veita einstaklingum er hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar.


Verðlaunahafinn í ár er rithöfundurinn Gerður Kristný og óskum við henni innilega til hamingju! 

Í rökstuðningi dómnefndar er Gerður Krist­ný sögð hafa mik­il­væga rödd í ís­lensku sam­fé­lagi, ekki aðeins vegna þess hvernig hún seg­ir hlut­ina held­ur líka vegna efnistakanna. Gerður Kristný hefur komið við á hinum ýmsu vígvöllum bókmennta- og ritstarfa: Hún hefur sent frá sér ljóðabækur, skáldsögur, barnabækur, leikrit, ævisögu og starfaði auk þess lengi sem blaðamaður.

Gerður Kristný hefur í gegnum tíðina gefið þolendum kynferðisofbeldis rödd og fengið athygli fyrir, bæði meðan hún var ritstjóri Mannlífs en einnig með bók sinni Myndin af pabba - Saga Thelmu, ljóðabókinni Blóðhófni og ekki síst SálumessuLeikni hennar með ljóðformið hefur vakið athygli, bæði hér á landi og erlendis.

Verk hennar eiga þannig breiðan lesendahóp á öllum aldri, viðfangsefnin af ólíkum toga og framsetningin einnig. Á bókasafninu er hægt að nálgast marga titla úr smiðju Gerðar Kristnýjar eins og sjá má hér fyrir neðan.

Njótið!

Flokkur
UppfærtMánudagur, 16. október, 2023 16:02
Materials