Lesandinn | Keanu Reeves

Lesandi vikunnar er enginn annar en stórmyndaleikarinn Keanu Reeves! Erlendi poppkúltúrmiðillinn BuzzFeed tók viðtal við kauða um daginn (með hvolpum) og spurði hann spjörunum úr. Leikarinn er þekktur fyrir ást sína á bókmenntum og að sjálfsögðu var hann beðinn um að mæla með bók. Þá valdi hann skáldsögunna The Overstory eftir Richard Powers sem fjallar um níu Bandaríkjamenn. Líf þeirra fléttast saman á óvæntan máta og þau reyna saman að takast á við skógareyðingu. 

Aðspurður segist hann ekki eiga sér neina uppáhaldsbókmenntastefnu. En hann hvetur fólk til að lesa The Overstory. Ef hún er ekki inni hjá okkur getið þið skráð ykkur á biðlista eða jafnvel athugað hvort Rafbókasafnið eigi eintak!

Flokkur
UppfærtFöstudagur, 4. júní, 2021 13:12
Materials