Lestur er bestur - á öllum tungumálum.

Bókasafnsdagurinn og alþjóðlegur dagur læsis

Í dag, 8.september, er tilefni til að fagna því þá höldum við upp á hvoru tveggja, Bókasafnsdaginn og alþjóðlegan dag læsis. Þemað þetta árið er Lestur er bestur – á öllum tungumálum og því erum við sko hjartanlega sammála.

Á Borgarbókasafninu er að finna bækur á fjölmörgum tungumálum, barnabækur, fræðibækur og skáldsögur. Einnig getur þú sent okkur innkaupatillögu ef við eigum ekki til bókina sem þig langar að lesa, á hvaða tungumáli sem hún er, og við gerum okkar besta til að verða okkur út um hana, því jú, lestur er bestur - á öllum tungumálum!

Við bjóðum líka upp á fjölmarga viðburði sem ekki krefjast íslenskukunnáttu. Má þar nefna jazz-tónleika, föndurstundir, fjölbreyttar smiðjur, listasýningar og sögustundir fyrir börn á hinum ýmsu tungumálum. Kynnið ykkur dagskrána hér!

Ef þú vilt vita meira þá er upplagt að fletta í gegnum dagskrárbæklinginn okkar fyrir haustið - allt sem er að gerast á öllum sjö söfnum okkar á einum stað.

Barnabækur