Alþjóðlegu Booker verðlaunin | Sex skáldsögur tilnefndar

Sex skáldsögur eru tilnefndar á lokalista til Alþjóðlegu Booker verðlaunanna. Verðlaunin eru veitt fyrir þýdda skáldsögu og er heiður fyrir bæði höfund og þýðanda, sem skipta verðlaunafénu jafnt á milli sín, en verðlaunin verða veitt þann 26. maí. Í ár eru skáldsögurnar frá sex ólíum tungum og menningarsvæðum: Kórea, Noregur, Japan, Spánn, Indland, Pólland. Flestir höfunda í ár og helmingur þýðenda eru kvenkyns. Á síðu Booker verðlaunanna er nefnt að allar sex skáldsögurnar fjalli um tráma, ýmist persónuleg eða samfélagsleg áföll.

Eftirtaldar skáldsögur eru tilnefndar til Aþjóðlegu Booker verðlaunanna árið 2022:

Heaven eftir Mieko Kawakami
Þýðendur: Sam Bett, David Boyd

Elena Knows eftir Claudia Piñero
Þýðandi: Frances Riddle

A New Name: Septology VI-VII eftir Jon Fosse
Þýðandi: Damion Searls

Tomb of Sand eftir Geetanjali Shree
Þýðandi: Daisy Rockwell

The Books of Jacob eftir Olga Tokarczuk
Þýðandi: Jennifer Croft

Cursed Bunny eftir Bora Chung
Þýðandi: Anton Hur

 

Elena Knows er þegar til á safninu en hinar bækurnar eru í pöntun og verða því allar fáanlegar með vorinu!

Flokkur
UppfærtFöstudagur, 8. apríl, 2022 12:17
Materials