bokakapur
bokakapur

Bókaverðlaun barnanna

Árlega tilnefna börn á aldrinum 6 - 15 ára bestu barnabækur ársins. Tilnefningarnar fara fram á almennings- og skólabókasöfnum um allt land og hér á vef Borgarbókasafnsins. Krakkarnir geta valið eina til þrjár bækur sem þeim finnast skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar af hvaða ástæðu sem er.

Tilkynnt var um fimm efstu íslensku og fimm efstu þýddu bækurnar  á sumardaginn fyrsta, 25. apríl síðastliðinn. Hér er hægt að nálgast veggspjald með verðlaunabókum 2019.

Eftirfarandi bækur hlutu Bókaverðlaun barnanna 2019:

Íslenskar
Fíasól gefst aldrei upp – Kristín Helga Gunnarsdóttir
Henri rænt í Rússlandi – Þorgrímur Þráinsson
Orri óstöðvandi – Bjarni Fritzson
Siggi sítróna – Gunnar Helgason
Þitt eigið tímaferðalag – Ævar Þór Benediktsson

Þýddar
Dagbók Kidda klaufa eftir Jeff Kinney, þýðandi Helgi Jónsson
Handbók fyrir ofurhetjur, annar hluti: Rauða gríman eftir Elias Våhlund, þýðandi Ingunn Snædal
Leyndarmál Lindu: sögur af ekki-svo gáfaðri sem veit-allt eftir Rachel Renée Russell, þýðandi Helgi Jónsson
Miðnæturgengið eftir David Walliams, þýðandi Guðni Kolbeinsson
Verstu börn í heimi 2 eftir David Walliams, þýðandi Guðni Kolbeinsson

Þú getur svo stutt þína uppáhaldsbók áfram í kosningu KrakkaRÚV fyrir Sögur- verðlaunahátíð barnanna.

Verðlaunahátíðin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV 1. júní.

Hér er listi yfir verðlaunahafa síðustu ára.

Bókaverðlaun barnanna 2019

Veggspjöld síðustu ára:

2018: JPG / PDF

2017: JPG / PDF

2016: JPG / PDF

2015: JPG / PDF

2014: JPG / PDF

Loks má hér fyrir neðan finna nokkrar af þeim bókum sem hafa hlotið verðlaunin síðustu ár.

Skrár
mið, 13-03-2019 17:16
Flokkur
Materials