barnabækur 2019
Brot af barnabókaflóðinu 2019

Bókaverðlaun barnanna

Börn á aldrinum 6 - 12 ára kusu uppáhalds barnabækur ársins 2019. Kosningin fór fram á almennings- og skólabókasöfnum um allt land og hér á vef Borgarbókasafnsins. Krakkarnir gátu valið eina til þrjár bækur sem þeim finnast skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar af hvaða ástæðu sem er.
Kosningu lauk 20. mars.  

Kosning á bókasöfnum
Þeir sem vilja kjósa á pappír geta nálgast kjörseðla hér fyrir PDF iconalmenningsbókasöfn og PDF iconskólabókasöfn. Hvert bókasafn telur sín atkvæði og skráir niðurstöður í Skrátalningarskjal og sendir niðurstöðurnar verkefnastjóra fyrir
10. april 2020.

Tilkynnt verðu um fimm efstu íslensku og fimm efstu þýddu bækurnar  á sumardaginn fyrsta, 23. apríl næstkomandi. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um viðburðinn.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is
sími: 411-6146
 

Þú getur svo stutt þína uppáhaldsbók áfram í kosningu KrakkaRÚV fyrir Sögur- verðlaunahátíð barnanna.

Verðlaunahátíðin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV 6. júní.

Bókaverðlaun barnanna 2020

Eftirfarandi bækur voru tilnefndar fyrir Bókaverðlaun barnanna 2019:

Íslenskar
Fíasól gefst aldrei upp – Kristín Helga Gunnarsdóttir
Henri rænt í Rússlandi – Þorgrímur Þráinsson
Orri óstöðvandi – Bjarni Fritzson
Siggi sítróna – Gunnar Helgason
Þitt eigið tímaferðalag – Ævar Þór Benediktsson

Þýddar
Dagbók Kidda klaufa eftir Jeff Kinney, þýðandi Helgi Jónsson
Handbók fyrir ofurhetjur, annar hluti: Rauða gríman eftir Elias Våhlund, þýðandi Ingunn Snædal
Leyndarmál Lindu: sögur af ekki-svo gáfaðri sem veit-allt eftir Rachel Renée Russell, þýðandi Helgi Jónsson
Miðnæturgengið eftir David Walliams, þýðandi Guðni Kolbeinsson
Verstu börn í heimi 2 eftir David Walliams, þýðandi Guðni Kolbeinsson

Hér er listi yfir verðlaunahafa síðustu ára.

 

Bókaverðlaun barnanna 2019

Veggspjöld síðustu ára:

2018: JPG / PDF

2017: JPG / PDF

2016: JPG / PDF

2015: JPG / PDF

2014: JPG / PDF

Loks má hér fyrir neðan finna nokkrar af þeim bókum sem hafa hlotið verðlaunin síðustu ár.

Skrár
mið 13. mar
Flokkur
Materials