Bókmenntavefurinn | „Ég er meira að segja til í að lesa ljóð eftir lifandi skáld“

Sagan inniheldur einstaklega áhugaverðar hugleiðingar um skáldskapinn, ástina, lífið og dauðann sem helst endurspeglast í samskiptum aðalpersónunnar, Hjartar, við Cecyliu - pólska stúlku sem hann verður hugfanginn af. Bakgrunnur þeirra og samfélagsstaða er ólík en það sem tengir þau saman er ástríðan fyrir skáldskap

Kristín Anna Hermannsdóttir, Bókmenntavefurinn

 

Á Bókmenntavefnum birtast reglulega ritdómar um nýjar bækur. Hér er fjallað um skáldsöguna Brimhólar eftir Guðna Elísson. Marglaga ástarsaga og óður til skáldskapar. Kristín Anna Hermannsdóttir skrifar um verkið og segir að ástríða fyrir bókmenntum skíni á hverri síðu.

Lýsingin á því þegar haförn sveimar yfir þar sem Hjörtur liggur í grasinu fær mann til að halda niðri í sér andanum - þegar allt þagnar og Hjörtur verður í andartak eitt með náttúrunni. Og það er einmitt þar sem innihaldsríkustu fundir hans við Cecyliu eiga sér stað. Tengsl hans við náttúruna eru í gegnum skáldskapinn, líkt og vinskapur hans við Cecyliu, því hann sér heiminn í gegnum linsu ljóðlistarinnar.

Bókmenntavefurinn

 

Lesið ritdóminn „Ég er meira að segja til í að lesa ljóð eftir lifandi skáld“ í heild sinni og fylgist með umfjöllun um nýjar bækur á Bókmenntavefnum.


 

UppfærtMiðvikudagur, 18. desember, 2024 10:13