Leshringur með Ós Pressunni

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi 
Einn miðvikudag í mánuði kl 19:30-21:00. Sjá dagsetningar fyrir neðan

Opinn og óformlegur leshringur með það að markmiði að fagna bókum og bókmenntum.

Ós Pressan og Borgarbókasafnið bjóða öllum  að taka þátt í leshring þar sem lesnar eru fjölbreyttar bókmenntir og ræddar í öruggum hópi.
Hópurinn ákveður í sameiningu hvaða bækur skal lesa, hvort ákveðið þema verður, hvort rithöfundum bókanna verður boðið að koma í leshringinn eða hvort horft verður á kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir bókunum.
Hópurinn hittist eitt kvöld í mánuði á bókasafninu í Gerðubergi og er skráning óþörf. Umræður fara aðallega fram á ensku en líka á íslensku eins og hægt er. Við hvetjum innfædda jafnt sem aðflutta að taka þátt. 

Dagskrá leshringsins

18. september 2019 Leslistinn ákveðinn í sameiningu

16. október 2019 : Margaret Atwood – The Handmaid’s Tale / Saga Þernunnar

13. nóvember 2019 Trevor Noah – Born a Crime/ Glæpur við fæðingu: sögur af Suður-Afrískri æsku

11. desember 2019 Gunnar Gunnarsson – Aðventa / The Good Shepherd

15. janúar 2020 Opið spjall um jólabókaflóð

12. febrúar 2020 Sue Monk Kidd –  The Secret Life of Bees

11.mars 2020 Nadine Gordimer: My son’s story / Saga sonar míns

15. apríl 2020 Tilkynnt síðar

13.maí 2020 Tilkynnt síðar

Sjá yfirlit um alla leshringi Borgarbókasafnsins.

Leshringurinn er hluti af innleiðingu stefnu menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar um fjölbreytta menningu í borginni 2017-2020 „Rætur og vængir”.

Nánari upplýsingar

Ós Pressan: ospressan@gmail.com

Materials