Leshringurinn Sveigur


Valin er ein bók í hverjum mánuði sem hópurinn les og fjallar síðan um á næsta fundi. Lesin eru nýleg skáldverk eftir bæði íslenska og erlenda höfunda sem og einstaka ævisaga.
Fyrsti fundur hópsins að haust er í lok ágúst og segir þá hver og einn frá því sem staðið hefur uppúr af þeim bókum sem hann las yfir sumarið. Það sama gerum við á fundi hópsins í lok janúar og ræðum þá hvaða bækur urðu fyrir valinu yfir hátíðarnar.
Leshringurinn hittist ekki í desember, júní, júlí og ágúst.
Hægt er að skrá sig í leshringinn hvenær sem er ársins, svo framarlega sem það er laust pláss.

Fundir fara fram kl. 17:15-18:30 á Borgarbókasafni Spönginni 2. hæð:

Lesefni misserisins:

19. febrúar - Blinda eftir Ragnheiði Gestsdóttur

18. mars - Eden eftir Auði Övu Ólafsdóttir

15. apríl - Sakramentið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson

27. maí - Sænsk gúmmístígvél eftir Henning Mankell

Ásta H. Ólafsdóttir hefur umsjón með hópnum og skráningum í gegnum netfangið asta.halldora.olafsdottir@reykjavik.is.
Hún er í leyfi og mun Guðrún Dís Jónatansdóttir taka við umsjón tímabundið á vorönn 2024. Hún er með netfangið gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is

Sjá HÉR upplýsingar um alla leshringi á Borgarbókasafninu...

Flokkur
Merki
UppfærtFöstudagur, 26. janúar, 2024 18:35