Smátextar | Tuttugasti og áttundi október

Tuttugasti og áttundi október

Mig dreymir um að komast
í samband við þig
þarna fyrir handan.
Þú átt afmæli í dag.

Ég stend þögul
og hrópa orðlaust
því ég veit þú ert hérna
allt um kring.

Þörf mín til að lifa og njóta,
upplifa ósvikna ást
í þessum heimi
er enn sterk.

Drekk í mig lífið
sem var hrifsað frá þér
svo óundirbúið.
Hætt að flýja.

Syntu burt
að eilífu
sanni, óviðjafnanlegi sjafni.
Hvíl þú í friði.

Og til hamingju með daginn.

Höfundur: Katrín Björk Kristinsdóttir

Næsti smátexti: Sóknarmaður