Smátextar | Feðgar

Feðgar

Ímyndaðu þér tvær hendur sem klappa. Hvernig er hljóðið sem önnur þeirra gefur frá sér? Ómögulegt er að skilja hljóð frá spöðunum tveimur. Hönd er spaði. Sé þeim slengt saman myndast bylgjur sem lenda á hlust nærstaddra og vekja af værum blundi. Viltu sækja mig í sjúkraþjálfun? Þeirri bón svara ég með gátu: mig umlykur dökk sælleg leðja. Frumbernska mín blundar þar. Ertu appelsínugul? Hárrétt: þú verður sóttur í Heilsuborg. Í kaupbæti færðu að sitja núvitundarnámskeið.

Höfundur: Sigurður Unnar Birgisson

Næsti smátexti: Fimman